Heim Fortíð Fjölmenningin var fall Alexanders mikla

Fjölmenningin var fall Alexanders mikla

0

Þegar Alexander mikli hafði lokið herferð sinni um Miðausturlönd, Egyptaland og loksins sigrað erkióvininn Persíu, fann hann mikla dýrð, fjársjóði og hallir í borgum Persa. Hann sá að persneskir konungar lifðu í vellystingum sem hann og aðrir konungar Makedóníu höfðu ekki ímyndað sér. Hinn sigursæli Alexander hreifst af munaði og fjársjóðum Persa. Hann sá líka hvernig hinar austrænu þjóðir voru konungum sínum undirgefnar og dýrkuðu þá sem guði. Þetta steig honum til höfuðs.

Mun meira bræðralag ríkti á milli manna frá Makedóníu og Grikklandi heldur en á milli þeirra frá Persíu og öðrum austurlöndum. Menn Alexanders litu meira á konung sinn sem félaga, þó hann væri þeirra fremstur. En það tók að breytast. Alexander tók upp siði hinnar persnesku hirðar. Þjóðarher Makedóníu, sem voru honum ætíð hliðhollir, gerði hann að lífverði sínum og fór að taka hinar sigruðu þjóðir í almenna herinn sinn. Í stað þjóðarhers Makedóna var her sem sór aðeins konunginum hollusu en engri þjóð. Einnig var farið að þjálfa útlendinga í hinum gríska hoplítahernaði, og vissu menn að brátt yrðu útlendingar teknir inn í fylkingar grískra manna og menn tóku að ókyrrast og huga að því að steypa konunginum af stóli.

Alexander var úr takti við sína menn. Hann fjarlægðist þá og lét þá heilsa sér að siði persneskra kónga sem voru vanir að drottna yfir þegnum sínum eins og þeir væru ómerkileg peð. Hann fjarlægðist þá og hætti að vera „félagi“, hætti að vera einn af „okkur“. Mönnum hans fanst þeir vera lífverðir einhvers austurlensks höfðingja frekar en Makedóna.

Hið nýja heimsveldi átti nú allanhug konungsins unga. Hann var konungur Makedóníku, hafði sigrað bræður sína Grikki og sameinað þá undir sinni stjórn. Sameinaður her Grikkja og Makedóna hafði síðan haldið í eina mestu herför allra tíma. Fyrst fóru þeir um Þrakíu (Búlgaríu), sigruðu svo ýmsa smákonunga undir hæl Persa í Jóníu (Tyrklandi), sigurförin fór um Sýrland, Palestínu, Egyptaland, Persíu, Assýríu, Babýloníu, Indland og Afganistan. Hann átti að halda heim eftir að markmiðinu, að sigra erkióvininn Persíu var náð. Mennirnir hans vildu komast heim til fjölskyldna sinna. Þeir höfðu ekki haldið í herferðina til að skapa erlent heimsveldi. Og nú var það helsta markmið Alexanders að halda þessum sigruðu löndum í einu sameinuðu veldi.

Vandinn var sá að þar bjuggu margar ólíkar þjóðir af ólíkum kynþáttum. Alexander sá að eina leiðin til að festa heimsveldið saman var blanda ólíkum kynþáttum þess saman. Til að setja fordæmi tóku hann og liðsforingjar hans sér konur af öðrum kynþáttum og mönnum hans voru boðin verðlaun fyrir að gera slíkt hið sama. Hann hafði einnig áform um að flytja mikinn fjölda fólks af framandi kynþáttum Asíu inn í Evrópu, og að sama skapi að flytja mikinn fjölda Evrópubúa til Asíu. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum.

Til að gera langa sögu stutta þá hrundu áform hins unga konungs um evrasískt (eða grísk-persneskt) heimsveldi. Hann hélt áfram að missa stuðning manna sinna. Hann sjálfur lést áður en hann náði heim til Grikklands, bersyndugur og óvinsæll. Heimsveldið sem hann reyndi að skapa liðaðist í sundur í parta sem börðust hver við annan um aldir. Sagan sýnir að illa fer fyrir syndum spilltum mönnum sem reyna að byggja sér Babelsturn á grunni hroka síns og fýsna.

Kæri lesandi, hljómar þetta ekki kunnuglega? Þó enginn Alexander sé sjáanlegur þá eru leiðtogar okkar, og leiðtogar allra Vesturlanda að feta þessa sömu leið til glötunar! Þeir hafa fjarlægst þjóðir sínar, tekið upp framandi gildi, skipt því sem virkar út fyrir það sem hljómar vel og spá nákvæmlega ekkert í hvernig það endar allt saman. Þegar Alexander dó, trúði fólk heima í Grikklandi ekki fréttunum og sagt var: „Því ef það væri satt myndi allur heimurinn dauna af líkinu hans.“ Lík Alexanders hefur í raun sennilega ekki lyktað verr en önnur lík. Hins vegar finnst daunninn af fjölmenningunni sterkar í dag en nokkru sinni fyrr. Fjölmenningin varð Alexander að falli rétt eins og hún mun verða okkur að falli ef við breytum ekki um stefnu.

„Ef þú dýrkar óvin þinn, ertu sigraður. Ef þú tekur trú óvinar þíns, ertu hnepptur í ánauð. Ef þú æxlast með óvini þínum, muntu tortímast.“
-Pólýdóros konungur Spörtu (700-665 f.Kr.)

-Valföðr

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér