Heim Fortíð 1. maí 2020

1. maí 2020

0

Við í Norrænu mótstöðuhreyfingunni fögnum 1. maí á hverju ári. Við erum hreyfing er styður við verkafólk. Uppruni og saga 1. maí hefur ekki alltaf verið ljós öllum og teljum við kommúnista og sósíalista hafa gleypt þennan dag að sjálfsögðu til að ná til verkafólks á sitt band einungis til að ná völdum í hverju landi fyrir sig. Að vera verkamaður, launamaður er ekki það sama og styðja vinstri hliðina og hafa vinstri öflin í dag yfirgefið vinnandi fólk og eru meira svona klúbbur fyrir háskólamenntaða akademíu, listaspírur og réttlætisriddara (Social justice warriors). Gleymum ekki þessum lágu launa samningum sem verkalýðsfélög semja fyrir hönd launþega en það er örugglega efni í aðra grein. Þjóðernisfélagshyggjumenn og líkir flokkar og hreyfingar hafa stutt við verkastéttina. Munurinn á okkur hins vegar og vinstri aflanna annars vegar er sá að við viljum að allar stéttir vinni saman en vinstri öflin egna verkafólki gegn yfirstéttinni eða hinna ríku, kapítalista.

En hver er ósagða saga dagsins 1. maí. Við förum aðeins í gegn um það.

Baráttan fyrir 8 tíma vinnudag er í raun kynnt af manni að nafni Robert Owen. Verkafólk var oft að vinna 10-16 tíma á dag, sex daga vikunnar og var ekki ósjaldan notuð börn í vinnu. Hann hafði krafist 10 stunda vinnudag árið 1810 en 1817 setti hann saman slagorðið; „Átta stunda vinna, átta stunda frí, átta stunda hvíld”.

Heymarkaðs atvikið 1886 (Haymarket Affair)

Upphafið er sagt vera rakið til svokallaðra Heymarkaðs atviksins (Haymarket Affair). Þann 3. maí árið 1886 í Chicago í Bandaríkjunum þá réðust Alþjóðlegir stjórnleysingjar á verkamenn í verksmiðju sem vildu ekki taka þátt í byltingunni sem átti að hefjast 4 maí. Það er sagt að daginn eftir byrjaði þetta með rólegri göngu þar sem að verkafólk krafðist 8 klukkutíma vinnu á dag. Kommúnistar segja svo að daginn eftir það átti lögreglan að hafa drepið einn og sært nokkra þegar hún hugðist leysa upp fundinn en það er ósatt. Einn stjórnleysinginn henti dínamíti í lögregluna. Sjö lögreglumenn féllu og fjórir óbreyttir borgarar. Kommúnistar reyndu að kenna lögreglunni um að það hafi margir látist en á minnisvarða er reistur var í minningu atburðarins eru aðeins fimm nöfn og eru það af þeim er voru dæmdir til dauða. Þeir hétu; August Spies,Adolph Fischer, George Engel, Louis Lingg og Albert Parsons. Átta manns voru handteknir og færðir fyrir rétti. Eins og áður nefndi voru þessir fimm teknir af lífi en einhverjir fengu náðun. Sex voru af Þýskum uppruna eða þýskir innflytjendur en hinir af breskum uppruna og var talið að þetta voru stjórnleysingjar eða anarkistar hluti af alþjóðarhreyfingu er kallast Alþjóðarsamtök vinnandi fólks (International Working People’s Association eða IWPA). Kommúnistar hafa reynt að breyta frásögninni til að halda því fram að þeir studdu vinnandi fólk en það var þeirra fólk sem voru gerendur.

Þetta á að vera kveikjan á 1. maí sem dag verkafólks til að berjast fyrir bættum kjörum. Í Frakklandi var ákveðið af frönskum alþjóðasinnum árið 1889 að halda göngu 1. maí til að fagna þessum atburðum sem gerðust í Bandaríkjunum. Um 1904 varð 1. maí dagur er allt vinnandi fólk hætti að vinna og krafðist 8 stunda vinnudag og frið. Þetta var fylgt eftir og sett í lög í Amsterdam. Bandaríkin ákváðu að halda upp á dag verkamanna í september í staðinn fyrir maí árið 1887. Sósíalistar, kommúnistar, anarkistar hafa svo notað þennan dag í sína þágu.

Adolf Hitler heldur ræðu 1. Maí fyrir utan safn í Lustgarten árið 1934

Maí er einnig mánuður sem var haldinn hátíðlega hið forna til að fagna vorinu og hrekja illa anda í burtu meðal t.d. Germanskra og Norrænna þjóða. Þjóðernisfélagshyggjumenn skildu mikilvægi verkafólks landsins og mikilvægi þessa dags. Í Þýskalandi ákvað Adolf Hitler að gera 1. maí sem launaðan frídag verkamanna og launafólks. Þessi dagur var kallaður á Þýsku Feiertag der nationalen Arbeit” eða frídagur þjóðlegrar vinnu. Þetta var kynnt árið 1933 en innleitt sem lög 1934.

Nasjonal samling með göngu 1. maí á stríðsárunum.

Fleiri þjóðernisfélagshyggjumenn eins og t.d. í Noregi ákvað Vidkun Quisling og flokkur hans Nasjonal Samling að gera 1. maí að löglegum frídag árið 1942 eftir Þýskri fyrirmynd. Nasjonal Samling (Þjóðar einingin / Þjóðfylkingin) hafði verið virkur frá 1933 til 1945. Þeir voru fyrstir í Noregi til að gera daginn að löglegum frídegi þar í landi. Eins hafa þjóðernissinnar í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi haldið daginn hátíðlegan og víða í Evrópu. Í Grikklandi var það Ioanes Metaxas sem var forsætisráðherra Grikklands og einræðisherra frá 1936 til dauðadags 1941 sem innleiddi 1. maí sem frídag þar í landi.

Íslenskir Þjóðernissinnar ganga í veg fyrir kommúnista og rétta út hægri hendi til að ögra þeim 1. maí
1. maí ganga að hefjast hjá Íslenskum þjóðernissinnum á þriðja áratugnum

Á Íslandi hefur verið slegist um þennan dag. Fyrsta kröfugangan var árið 1923 af verkamönnum landsins og kommúnistum og sósíalistum en þegar Hreyfing þjóðernissinna kom á laggirnar, sem síðar varð Flokkur þjóðernissinna, héldu þau sína eigin göngu og vildu sýna verkafólki stuðning. Þeir héldu stórar göngur og mætti stór fjöldi fólks á göngur þeirra. Þjóðernissinnar á Íslandi voru starfræktir frá 1933 til 1944.

Ganga Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar þann 1. maí 2016

Norræna mótstöðuhreyfingin hefur haldið upp á 1. maí síðan 2016 í Borlänge í Svíþjóð. Göngur hafa verið haldnar síðan þá á hverju ári með vaxandi þátttöku og hafa vakið athygli fólks þar í landi. Margir meðlimir frá hinum Norðurlöndunum hafa komið og tekið þátt og einnig gestir að utan. Nokkrir frá Íslandi tóku þátt í göngu í Ludvika árið 2018 en þá voru tvær göngur í einu og einnig í fyrra 2019. Gangan í Ludvika 2018 gekk vel í alla staði og voru margir er töluðu á þeim stað sem gangan stoppaði.

 

Vegna covid-19 var það ákveðið að engin ganga skyldi vera haldinn af okkur þetta árið 2020. Fögnum við deginum engu að síður á netinu t.d. Með greinaskrifum o.flr. En í Svíþjóð verður 1. maí hlaðvarpi með meðlimum hreyfingarinnar honum Robert Eklund, Fredrik Vejdeland og Pär Öberg sem stýra þættinum. Hlaðvarpið verður meir og minna á sænsku en það verður tekið viðtal við meðlimi frá hinum Norðurlöndunum.Hér er hlekkurinn að hlaðvarpinu:

https://motståndsrörelsen.se/2020/04/30/nordiska-motstandsrorelsens-1-maj-2020/

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér