Heim Viðhorf Hverjir eru íhaldssamir?

Hverjir eru íhaldssamir?

0

Við þjóðernis-félagshyggjumenn lítum á okkur sem hægrisinnaða. Þó erum við ekki íhaldssamir eða stuðningsmenn auðvalds og stéttaskiptingar. Flestir okkar koma úr stétt vinnandi fólks, þeirrar stéttar sem hefur upplifað mesta kjaraskerðingu undanfarin ár, þeirrar stéttar kemur til með að verða enn lengra út á jaðar samfélagsins á komandi árum ef núverandi ástand þjóðfélagsins helst óbreytt.

Við viljum ekki óbreytt ástand. Við höfnum þeim hugsunarhætti sem hefur ríkt á Íslandi undanfarna áratugi. Hrædda íhaldsmenn er hins vegar að finna í öllum flokkum. Upp til hópa er fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum og samfélagsumræðu á Íslandi mjög íhaldssamt. Það er íhaldssamt að því leyti að það efast ekki um þau grundvallargildi sem það erfði frá foreldrum sínum. Þetta á bæði við um vinstri- og hægrimenn.

Ef að Sjálfstæðismaður gerist Vinstri-grænn eða öfugt, þá er það ekki vegna þess að hann er að taka róttæka afstöðu gegn siðlausu nútímasamfélagi. Stefnubreytingin felst aðeins í útfærslu. Það er það eina sem allir flokkarnir sem eru nú á þingi eru ósammála um. Það er rifist um útfærslu á mannréttinda- og lýðræðishugsjónum sem eiga rætur sínar í Upplýsingunni á 18. öld og voru útfærðar nánar á 20. öld.

Þessar hugsjónir hljóma kannski vel en engin umræða fer fram um hvert þessar hugsjónir muni leiða þjóðfélagið sé þeim framfylgt til hins ýtrasta. Forsendur og afleiðingar hugsjónanna eru ofar gagnrýni okkar kynslóða. Þær voru fengnar í arf frá þeim kynslóðum sem foreldrar okkar og afar og ömmur tilheyrðu. Og það er bara lélegt að í samfélagi þar sem allir geta nálgast upplýsingar á netinu, að svo fáir dragi steinrunnar hugsjónir í efa. Menn geta lesið Nietzsche hvenær sem er. Fundið greinar út um allt. Hellingur af liði kallar sig róttækt en eru bara mömmustrákar. Fólk var róttækara á 16. öld en Íslendingar eru í dag. Það er kominn tími til að hrista af sér slenið. Kynnið ykkur Norrænu mótstöðuhreyfinguna og þjóðernis-félagshyggju.

-Valföðr

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér