Heim Innlent Svört skýrsla Noregs um afleiðingar sæstrengs á efnalíf og atvinnu vegna orkusamnings...

Svört skýrsla Noregs um afleiðingar sæstrengs á efnalíf og atvinnu vegna orkusamnings við ESB

0

Í skýrslunni segir að orkupakki 4 sé „staðfesting á yfirþjóðlegum þætti orkustofnunar ACER.“ Mun framkvæmdastjórnin fylgja eftir áætlunum aðildarlanda þess samnings um frekari virkjanir, orkunýtni og umskipti til nýtingar á endurnýjanlegum orkulindum.

„Opinberir eftirlitsaðilar“, sem ACER hefur valdheimildir gagnvart, er Landsreglarinn. Hann verður ekki hluti af eftirlitskerfi íslenskra yfirvalda með orkugeiranum, því að hann heyrir alls ekkert undir þau, heldur undir ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) að nafninu til, en í raun alfarið undir ACER. Embætti Landsreglarans verður þó á íslensku fjárlögunum. Hann mun létta af iðnaðarráðuneytinu og Orkustofnun öllum eftirlitsskyldu þeirra með raforkugeiranum, og Landsreglarinn verður í raun valdamesta embætti íslenska orkugeirans, fjarstýrt frá Framkvæmdastjórninni í Brüssel.

Markmið ACER er að tryggja heildarnettengingu milli landanna sem aðild eiga að sameiginlega orkuneti ESB í gegnum þessa samninga. Þessi óhefta tenging yfir landamæri kemur líka fram í skýrslum ENTSO-E [European Network of Transmission System Operators for Electricity] og í skýrslum EnR, [European Energy Network].

Með stanslaust vaxandi eftirspurn eftir orku í heiminum mun Acer hafa vald til að ákvarða virkjanir án þess að ráðfæra sig við Íslendinga.

Mikilvægustu áhrifin af samþykkt orkupakkanna verða þau að ísland verður að taka upp markaðsverð sem gildir á sameiginlegum orkumarkaði Evrópu. Innleiðing á orkupökkum 3 og 4 þýða gríðarlegar fjárfestingar í sæstrengjum og öðrum línulögnum án tillits til þess hvort umframorka sé fyrir hendi í til að fæða þá strengi eða ekki. Því verður stóraukinn þrýstingur á að setja upp fleiri virkjanir. Orkuverð mun samkvæmt skýrslunni stórhækka og fyrirtæki munu missa það samkeppnisforskot sem þau hafa í dag vegna allt að þreföldunar á orkuverði.

Það er ekki spurning hvenær heldur hvar virkjað verður og annar partur íslenskrar náttúru lítur lægra fyrir ágengi mannkyns. Á sama tíma og flest allir þykjast hafa orðið fyrir vitundarvakningu um átroðning okkar á jörðinni og endalaus sár af mannavöldum. Lönd sem eru blessuð með möguleikum á að koma upp orku sem þessari ættu sjálfsögðu að nýta hana skynsamlega. Lönd sem eru það ekki ættu að byggja kjarnorkuver til að nálgast orku. Kárahnjúkar eru engin smá smíði af og breyttist umhverfi varanlega við þessar framkvæmdir. “Nú hefur sannast með hörmulegum hætti að varúðar- og gagnrýnisraddir um neikvæð áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts höfðu rétt fyrir sér. Bakkar fljótsins brotna niður og gegnsæi vatnsins stórminnkar með þeim afleiðingum að fiskur er að hverfa. Þar með er ljóst að eitt af fegurstu vötnum landsins hefur orðið fyrir stórskaða og er vitnisburður um fyrirhyggjuleysi þeirra predikuðu hvað mest fyrir þessari risavirkjun sem án vafa er mesta eyðilegging á náttúru landsins af mannavöldum.“ Uppsett afl virkjunarinnar er 690 MW og er orkuvinnslugetan 4.800 Gwh á ári. Kjarnorku ver í Kína 48,169 GWh. Til hvers þarf að virkja Ísland fyrir Evrópu?

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér