Heim Innlent Orkupakki 3 – NEI!

Orkupakki 3 – NEI!

0

Vegna fyrirhugaðs landráðs ríkisstjórnarinnar um að samþykja 3. orkupakka Evrópusambandsins viljum við segja nokkur orð. Þessi grein er ekki skrifuð til að ræða ýtarlega um 3. orkupakkann en er einungis okkar yfirlýsing um hvar við stöndum í þessu máli. Við ætlum að mótmæla þessu harðlega og segjum NEI!

Margar góðar greinar hafa verið skrifaðar og góðar umræður haldnar í útvarpi gegn þessum dutlungum ríkisvaldsins og Evrópusambandins og hefur Útvarp Saga, hópur er kallar sig Orkan Okkar, bændur, fólk í atvinnulífinu, fyrirverandi ráðherrar og þingmenn eins og t.d. Guðni Ágústson o.fl. og ýmsir einstaklingar sýnt mótstöðu og gefið góðar upplýsingar um þessi svik við þjóðina. Flokkar eins og Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins standa heilshugar gegn þessu. ASÍ hefur laggst gegn þessu og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness er einnig algerlega mótfallinn þessu.

Hins vegar viljum við telja upp þá helstu þingmenn sem að hafa básúnað þessa þrælaánauð:

Má nefna lang flestu menn Sjálfstæðisflokkinn eins og Guðlaug Þór Þórðarson, Bjarna Benediktsson, Brynjar Níelsson oflr. en Ásmundur Friðrikson stóð með þjóð sinni og sagði nei.

Þingmenn Samfylkingarinnar eins og Logi Einarsson, Albertína Friðbjört Elíasdóttir, Oddný G Harðardóttir. En hún studdi Icesave samningin.

Vinstri-Græn sem einnig studdu Icesave eru Steingrímur J Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir. En voru fleiri sem studdu orkupakkan en ekki Icesave og hafði helmingurinn ekki tekið afstöðu.

Viðreisn studdu öll samningin með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í farabroddi

Willum Þór Þórsson sagði já af Framsóknarmönnum en allir aðrir eins og Sigurðu Ingi Jóhannsson svöruðu ekki eða voru hlutlaus.

Píratar hafa ekki tekið afstöðu þegar þetta er skrifað.

Í mjög stuttu máli fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér þetta mál þá koma hér nokkrir punktar:

 • Ísland er í fullum rétti til að hafna öllum ESB löggjöfum
  Íslenskir landsmenn eiga 90% af öllum virkjunum en munu missa þær til einkaaðila
 • Alþingi mun ekki geta mótmælt ACER að leggja sæstreng ef orkupakkinn verður samþykktur
 • Raforkuverð mun hækka til muna
  Íslendingar munu framselja orkuauðlindina til ESB ef orkupakkin verði samþykktur
 • Orkupakkarnir munu ekki henta hagsmunum þjóðarinnar
  Einkaaðilar munu virkja hverja einustu sprænu á landinu til að græða á orkunni.
 • Sagt er að samningurinn sé til að halda okkur innan EES sem er þvert á móti
 • Talað um að Íslendingar séu einangrunarsinnar ef við samþykkjum ekki en lýðskrum
 • Sæstrengur til Evrópu myndi stórauka ásókn í virkjun fossa, jarðhita og vindorku
 • Orkupakki 3 mun stórskaða íslensk heimili og allt atvinnulíf
 • Ráðamenn segja við almúgann að þeir skilji þetta ekki og reyna að flækja málið

Landsmenn. Hér er á ferðinni alger svik við land og þjóð. Hér sáum við skýrt að þetta fólk sem þið kusuð á þing eru ekki að vinna fyrir okkur. Þetta er hreinn og klár þjófnaður sem færður verður í botnlaust gin ESB ófreskjunar. Viljum við láta stela af okkur auðlindunum þar til ekkert verður eftir? Sýnum forfeðrum okkar sem að gerðu þetta land byggilegt að við látum ekki bjóða okkur þetta. Hér verðum við að standa á okkar eignum. Hér segjum við NEI!

Orkupakki 3 – NEI!

Viljum við benda á þessar síður þar sem eru haldbærar upplýsingar um þetta mál og svo undirskriftalistann sem orkan okkar er með á heimasíðunni sinni:
Orkan okkar
Frjálst land

Heimildir:
orkanokkar.is
frjalstland.is
bbl.is
utvarpsaga.is
mbl.is

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér