Heim Innlent Kvótinn er brotinn!

Kvótinn er brotinn!

1

Vegna umræðunnar sem að hefur átt sér stað í fjölmiðlum varðandi Samherja viljum við segja nokkur orð varðandi kvótakerfið. Þetta er ekki ýtarleg grein en hún er okkar sýn á þessu spillta og gallaða kerfi. Lang flestir Íslendingar þekkja þetta mál og hafa menn haft ýmsar skoðanir á þessu og hefur þetta verið heit umræða. En hvað vill þjóðin?
Fréttatíminn birti fyrir skemmstu mynd af íslenskum 17 ára pilti er hafði keypt sér bát í Noregi og farið að fiska. Þar minntust þau á að lítil sem engin nýliðun er í faginu hérlendis. Það er rétt. Hér getur ekki hver sem vill keypt sér bát auðveldlega og farið að fiska Þorsk eða Ýsu. Hér þarf kvóta og þó að menn leigi kvóta þá er talað um að það verði lítið sem ekkert eftir þegar rekstrarkostnaðurinn hefur verið greiddur. Samkvæmt lögum þá er kvótinn eign þjóðarinnar. Hann var settur á árið 1984 til að koma í veg fyrir ofveiði. Sumum hafa greint á að það hafi ekki sýnt sig og minnast á sjálf át hjá Þorskum þar sem hefur verið of mikið af honum. Vissulega þarf að vernda stofninn með einhverjum hætti svo hann þurrkist ekki út. Hitt er einnig aðal málið og það er framsalið á kvóta. Þetta er aðal atriðið í spillingunni. Þetta setti Halldór Ásgrímsson á sínum tíma. Menn geta sýslað með kvóta og keypt þrátt fyrir að vera ekki í útgerð. Margir bæir út á landi hafa breyst í draugaþorp eins og t.d. Flateyri, Reyðarfjörður o.fl. Menn töluðu um að Reyðarfjörður væri stærsta hraðahindrun landsins áður en álver var reist þar. En það er önnur umræða sem taka má síðar.

Okkar skoðun er að auðlindir eiga að vera í eigu þjóðarinnar og stórfyrirtæki og einstaklingar ættu ekki að ráðskast með aðgengi að auðlindinni eins og sína eigin. Þjóðin á að bera hag af henni og fyrirtæki ætti ekki að hagræða á þann máta að það grafi undan atvinnusköpun o.fl. sem að myndast í kringum auðlindina. Sú staðreynd að kvótinn sé framseljanlegur hefur gert það að verkum að stærri útgerðarfyrirtæki geti keypt kvóta af þeim minni og sölsað undir sig auðlindina. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir og ekki yrði auðvelt að innkalla kvótann án þess að félögin myndu bíta frá sér. Til að byrja með teljum við best að stöðva framsalið. Svo ætti að leysa hitt málið. T.d. með þeim hætti að verðgildið á „gamla” kerfinu ætti að rýrna á einhverjum tíma þar til kvótinn yrði svo innkallaður. Nýliðar fengu svo úthlutaðan kvóta á nýja kerfinu eftir því sem talið er að megi úthluta árlega.

Hvernig sem er þá þarf að breyta þessu. Bæði verð á fiski innanlands og sú staðreynd að mjög erfitt sé að byrja án mikils tilkostnaðar segir allt sem segja þarf. Einnig þessar sviðnu jarðir á landsbyggðinni sem hafa þurft að láta í minni pokann þegar kvótinn var seldur. Smábátaútgerðir hafa þurft einnig að láta í minni pokann út af kvótanum.

Okkar sýn:

  • Kvótinn er eign þjóðarinnar
  • Kvótann má ekki framselja
  • Endurskipuleggjum kvótakerfið

1 ATHUGASEMD

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér