Til hamingju með verkalýðsdaginn kæru Landsmenn. Við höfum undanfarin ár skrifað nokkrar greinar um daginn og farið yfir sögu þjóðernissinna. Við viljum ætið benda á að þessi dagur er ekki einkaeign vinstri aflanna og að þau öfl munu ávallt vinna að því að grafa undan öllum þjóðríkjum.
Við lifum á umrótatímum og margt gerst bæði hérlendis og erlendis. Við þessi litla þjóð þurfum nú að standa með hvort öðru og einnig okkar nánustu frændum í Norðurlöndunum. Einmitt nú eru alþjóðleg öfl að vinna að því að sundra okkur til að drottna yfir okkur og jafnvel vinna skaða á okkur.
Þrátt fyrir það að við búum á lítilli eyju og erum fá þá höfum við Íslendingar staðið okkur vel á mörgum sviðum. Við höfum þurft að vinna okkur á þann stað sem að við erum nú með hörðum höndum. Frá torfkofum yfir í nútíma þægindi.
Verkafólk, bændur og annað vinnandi fólk samfélagsins hafa með dugnaði sínum byggt upp þetta litla samfélag og eru hornsteinar þjóðarinnar, oft því miður litið á sem sjálfsagðan hlut. En bæði vinstri öflin og svokallað íhald hafa leikið vinnandi fólk grátt á þessu landi; með skattpíningu, reglugerðum, kúltúrmarxisma, erlendu vinnuafli í massa vís, hælisleitendum og flóttamönnum, skeikulum efnahagi með glæpsamlegum vöxtum, verðbólgu og himinn háu húsnæðisverði.
Kannski er þetta vísir á hnignandi menningu hins vestræna heims er þróaðist eftir seinna stríð og á tímum kaldastríðsins, heimur skapaður af alþjóðarelítu hins vinstra og hægri afla.
Þjóðasamfélagið er hugtak sem þýðir í raun að stéttirnar vinni saman í samfélaginu. Til að einfalda þetta þá má segja t.d. að íhaldið lýtur á sig sem yfir sig hafna yfir verkastéttinni á meðan vinstrið hefur enn nýtt sér verkafólk til að standa í hárinu á íhaldinu. Hvorugt hefur rétt fyrir sér. Með þjóðasamfélaginu ætti að eyðast þessi úreldi stéttarígur og stéttirnar standa saman. ,Stétt með stétt’ er einnig setning er vísar til þjóðasamfélagsins.
Íslendingar. Látum ekki alltaf blekkja okkur með gömlum vísum sem eru gengnar í garð. Tími til að breyta til og láta þessar sjúku stefnur sigla sjálfar á sker.
Stöndum saman.
Stétt með stétt!
Hér fyrir neðan eru hlekkir á eldri greinar í tilefni 1. maí: