Nýlega var hætt við áfanga í lögreglufræðum í Háskólanum á Akureyri. Í áfanganum átti að kenna lögreglumönnum um illsku og hatur, og var það hin svokallaða haturslögga, Eyrún Eyþórsdóttir sem bjó áfangann til, en hún er nú lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Meðal annars hafa þingmenn gagnrýnt aðkomu Eyrúnar að lögreglunáminu, en hún var varaþingmaður Vinstri grænna áður.
Í þessum áfanga, sem nú hefur verið hætt við, var meðal annars ferð til Póllands og átti kennsla að fara fram á gyðingasafninu í Oświęcum og í Auschwitz-Birkenau. Augljóst er að hér er ekki um neina fræðslu að ræða heldur innrætingu. Hvers vegna átti annars að fara með tilvonandi lögreglumenn á þessa staði? Og hvað koma þessir staðir lögreglustarfi á Íslandi við? Það gæti verið að það sé vegna áhrifa gyðinga í þeim löndum sem Íslendingar líta upp til, að það þykir allt í einu eðlilegt að fara með lögreglunema á stað sem er gyðingum svona mikilvægur.
Eyrún, sem stýrir lögreglunáminu skrifaði einnig grein um hatursorðræðu í tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í desember. Þar er fjallað aðeins um Norrænu mötstöðuhreyfinguna og vitnar hún í alþjóðasamning um kynþáttamisrétti sem í stendur að það eigi að, „lýsa ólögleg eða banna samtök og einnig skipulagða og alla aðra áróðursstarfsemi sem stuðlar að og hvetur til kynþáttamisréttis og skal gera þátttöku í slíkum samtökum eða starfsemi refsiverða með lögum.“ Síðan segir að grein 233a almennra hegningarlaga byggi á þessari setningu samningsins. Hegningarlögin tala þó um allt annað og ekkert um að banna samtök eða refsa mönnum fyrir að vera í samtökum. (sjá hér: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html) Það er greinilegt að með að tengja þetta við þennan samning, sem er betur fer ekki lög á Íslandi, þá er Eyrún að gefa í skyn að hún sé hlynnt því að banna tjáningarfrelsi og félagafrelsi á Íslandi. Væntanlega yrðu svo vinstrimenn eins og hún sem myndu skera úr um hvað sé hatursorðræða og hvað ekki.
Meira um námskeiðið hér: https://www.utvarpsaga.is/umdeilt-namskeid-eyrunar-eythorsdottur-lektors-tekid-af-dagskra-haskolans-a-akureyri/