Ísland tekur hlutfallslega á móti fleirum hælisleitendum en allar aðrar þjóðir Evrópu. Rauði kross Íslands spáði í byrjun árs að fjöldi hælisleitenda og flóttamanna sem kæmu til landsins væru 2500. Fljótlega hækkaði talan í 3500, svo 4500. Nú var hún komin upp í 5500 við árslok 2022. Opna á fjöldahjálparstöð vegna ástandsins og verða þær stöðvar eflaust fleiri.
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi á landamærunum. Innviðir sveitarfélaga sem taka á móti þessum gríðarlega fjölda nýbúa eru að bresta undan álagi.
Ríkislögreglustjóri telur áhyggjuefni að margir framvísa glænýjum vegabréfum og telur hann að í flestum tilvikum er það á sér stað er um falsað vegabréf að ræða.
20 % íbúa íslands tala nú þegar ekki Íslensku.
Hversu lengi getur Íslenska staðið vel að vígi ef landamærin verða áfram opinn?
Munu börn framtíðar búsett á íslandi lesa Íslendingasögur?