Heim Innlent Til hamingju með þjóðhátíðardaginn Íslendingar – 17. júní

Til hamingju með þjóðhátíðardaginn Íslendingar – 17. júní

0

Þjóðhátíðardagurinn er mikilvægur dagur vorrar þjóðar og honum ber að fagna. Íslendingar hafa þurft að strita vel fyrir sínu í gegnum aldirnar til að komast á þann stað sem þeir eru nú. Sem lítil þjóð eigum við samt sem áður merkilega sögu sem nær frá Ingólfi Arnarsyni, Göngu-Hrólfi og jafnvel þeirri kenningu varðandi tengingu Íslendinga við germanska þjóðflokkinn Herúla. Sturlungaöldin markaði tímamót og gekk Ísland undir hendur Noregs með gamla sáttmálanum 1262-4. Síðar urðu Noregur og Ísland hluti af Danaveldi árið 1380. Þjóðhyggjuvakning varð meðal þjóða Evrópu á 19. öldinni og hafði áhrif á Íslandi. Alþingi kom saman fyrst árið 1845 og með Jón Sigurðsson í fararbroddi tókst Íslendingum að leggja drög að frekara sjálfstæði landsins með stjórnarskránni árið 1874. Sjálfstjórn fengum við 1. desember 1918 og sjálfstæði 17. júní 1944. Ákvað þjóðin að halda skyldi þann dag hátíðlegan, afmælisdag Jóns Sigurðssonar til heiðurs honum.

Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan

Jón Sigurðsson ætti að vera lang flestum Íslendingum vel kunnur. Hann fæddist á þessum degi 17. júní, árið 1811 á Hrafnseyri í Arnarfirði vestur á fjörðum. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson prestur og Þórdís Jónsdóttir húsfreyja. Átti hann tvö systkini þau Jens og Margréti. Jón flutti til Reykjavíkur og tók stúdentspróf og vann í verslun föðurbróður síns, Einars Jónssonar. Hann kynntist konu sinni þar, henni Ingibjörgu, dóttur Einars. Árið 1830 starfaði hann sem ritari fyrir Steingrím Jónsson biskup Íslands.

Jón fluttist til Kaupmannahafnar til náms árið 1833 og bjó þar alla sína ævi. Hann nam þar málfræði, Íslenskar bókmenntir og síðar sögu. Hann vann hjá Árnasafni sem málvísindamaður og aðstoðaði Hammershaimb prest frá Færeyjum við færeyskt ritmál. Hann var aðalmaður tímaritsins Ný félagsrit.

Hann var kosinn þingmaður Ísafjarðarsýslu árið 1844 og snéri til landsins til að sitja á Alþingi ári seinna. Hann var forseti Alþingis frá 1849-53, einn og hálfan mánuð árið 1857 og svo frá 1867-77. Hann fékk viðurnefnið forseti árið 1851 vegna stöðu sinnar sem forseti í Hinu íslenska Bókmenntafélagi. Magnús Einarsson frá Hvilft sem er fyrir Vestan í Önundarfirði var einn helsti stuðningsmaður hans og mætti telja sem hornsteinn í Íslenskri sjálfstæðisbaráttu.

Árið 1848 afsalaði konungur Danmerkur sér einveldinu og ritaði Jón þá Hugvekju til Íslendinga þar sem hann hvatti Íslendinga til að berjast fyrir sjálfstæði. Taldi hann Ísland vera orðið sjálfstætt land við afnám einveldisins. Á þjóðfundinum árið 1851 í Reykjavík var tekið fyrir mál varðandi stjórnskipun Íslands. Danski greifinn Trampe lagði fram frumvarp um að innlima Ísland í Danmörku og að Ísland yrði danskt amt með sex fulltrúa á danska þinginu. Jón mótmælti framgöngu Trampe og tóku allir undir er voru viðstaddir og sögðu: ,,Vér mótmælum allir”.

Jón var vinsæll meðal Íslendinga og sannur leiðtogi. Um 6.000 bréfa hans hafa varðveist og gerðu þau mörgum ýmsa greiða. Jón lést 7. desember 1879 eftir mikil veikindi og konan hans níu dögum síðar. Hús þeirra í Kaupmannahöfn er nú kallað Jónshús og er nú safn í eigu íslenska ríkisins. Jón og kona hans Ingibjörg hvíla nú í Hólavallagarði í Reykjavík.

Jón Sigurðsson, forseti

Ísland sameinast Norðrinu

Við erum þeirrar skoðunar að sjálfstæðisbaráttan hafi haft sitt að segja á þessum tímum og gefið Íslendingum algerlega byr í seglin. Í þessu heimspólitíska umróti, þvingaðrar fjölmenningarstefnu og menningarmarxisma dagsins í dag, teljum við að Íslandi sé best borgið með því að leitast við að sameinast Norðrinu. Vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar með áhrifum erlendis frá. Að sjálfsögðu viljum við vernda og varðveita sögu, menningu og tungumál okkar og eigum við það sameiginlegt með ríkjum norðursins. Í krafti hugmyndafræði þjóðasamfélagsins munum við rísa upp sem sterk þjóð með bræðrum okkar og systrum í Norðrinu. Við menningarmarxisma og öðrum stefnum er grafa undan landi og þjóð, má vitna í orð Jóns Sigurðssonar og segja: ,,Vér mótmælum allir”.

 

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér